Fyrirtækið Vilko stendur á gömlum merg. Það var stofnað í Kópavogi árið 1969 en árið 1986 keypti Kaupfélag Húnvetninga framleiðsluna og flutti starfsemina á Blönduós.

Árið 2000 var fyrirtækið gert að hlutafélagi sem er í eigu Ámundarkinnar ehf, Ó. Johnson & Kaaber ehf., sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og nokkurra starfsmanna og einstaklinga. Vilko-vörurnar ættu allir að þekkja enda hafa kynslóðir landsmanna verið aldir upp á súpum, grautum, vöfflum, kökum og fleira góðgæti sem framleitt er undir merkjum Vilko. Vilko á einnig vörumerkið Prima sem er mest selda kryddlína á Íslandi. Prima kryddtegundirnar eru um 100 talsins í öllum stærðum og gerðum af pakkningum. Flestir þekkja smásölueiningar okker sem eru á mynd hér að neðan.

Í vilko er einnig fullkomin vinnslulína til að framleiða hylki. Sú vinnsla er alltaf að verða stærri og stærri hluti af heildarveltu og erum við nú að hylkja og pakka bætiefnum fyrir 4 framleiðendur.

Um sölu og dreifingu á Vilko og Prima vörum sér Ó. Johnson & Kaaber ehf., Tunguhálsi 1, Reykjavík. Sími söludeildar er 535 4000.

Guðmundur Sveinsson
Verkstjóri

vilko@vilko.is
452-4272

Atli Einarsson
Framkvæmdastjóri

vilko@vilko.is
452-4272

Árný Þóra Árnadóttir
Gæðastjóri

vilko@vilko.is
452-4272

Verslaðu eftir flokkum

X