Prima í baksturinn 

Engiferkökur ekki bara um jólin líka frábærar um páskana nú eða í sumarbústaðinn eða útileguna ? 

800 gr. hveiti
400 gr smjörlíki 
2 bollar sykur 
1/2 kanna sýróp (t.d. eins og maður drekkur kaffi úr í HÍ, ca 300 gr) 
2 kúfaðar tsk matarsódi 
2 kúfaðar tsk kanill 
2 kúfaðar tsk negull 
2 kúfaðar tsk malað engifer 
2 egg 

Hnoðað í hrærivél eða höndum. Rúllað upp og sett í kæli í svo sem tvo klukkutíma eða í frysti í 30 mínútur. Skerið niður í sneiðar og bakið við 180 gráður í 8 – 10 mínútur. 


Kryddbrauð í brauðvélina 

3 dl mjólk 
3 dl hveiti 
3 dl sykur 
3 dl haframjöl 
1 tsk prima engifer 
1 tsk prima kanill 
1 tsk prima negull 
2 tsk matarsódi 
1 tsk kardimommur 

sett í vélina í þessari röð... stillt á super quick program, tekur 58 mín. Þeir sem eiga ekki brauðvél baka þetta bara í ofni. 


Kryddkaka ala Prima 

500 g hveiti 
150 g púðursykur 
150 g sykur 
3 egg 
250 g mjúkt smjör 
2 tsk matarsódi 
2 tsk Prima kanill 
2 tsk Prima negull 
2 tsk Prima Vanillusykur 
2 dl súrmjólk (má nota mjólk) 

Ofninn stilltur 180 gráður. Allt hráefnið sett saman í skál og hrært saman. Deiginu skipt í tvö smurð jólakökuform, 25 x 11 cm, og bakað við 180 gráður í ca. 45 mínútur. 


Kryddbrauð 

4 dl haframjöl 
3 dl hveiti
6 dl AB mjólk 
2 tsk Prima kanill 
2 tsk Prima Negull 
2 tsk Kakó 
2 tsk Prima matarsódi 
Öllu hrært saman og sett í tvo form. Bakað við 180 g í um það bil þrjú korter. 


Prima á kjötið 

Íslenskt lambakjöt á indverska vísu 

600 g beinlaust lambakjöt 
2 tsk Prima karrý 
2 tsk Prima indverks kryddblanda 
Smjör 
2 dl vatn og 1 teningur af kjötkrafti 
2 laukar 
1 epli 
1 stór gulrót 
1 banani 
Salt 
Prima pipar 
2 msk Mango Chutney 
1,5 dl matreiðslurjómi 

Hitið olíuna með kryddinu og brúnið kjötið í því. Rífið eplið í rifjárni, skerið gulrótina í sneiðar og skerið laukinn smátt. Allt sett út á ásamt vatni og kjötkrafti. Eldað í 30 mín eða þar til kjötið er orðið meyrt. Bananinn brúnaður niðursneyddur í lokinn og settur yfir réttinn. 


Góður kryddlögur á lambið og jafnvel svínið líka 

0,5 l matarolía 
½ bolli sítrónusafi 
½ bolli tómatsósa 
¾ bolli franskt sinep 
½ bolli soja sósa 
½ tsk tabasvo sósa 
1 ½ tsk Prima laukduft 
2 tsk Prima hvítlauksduft 
¼ bolli salt 
1 bolli sykur 
3 msk Prima engifer 
1 tsk Prima svartur pipar 
2 tsk negull 

Öllu hrært saman og kjötið látið liggja í leginum frá einum klukkutíma og upp í þrjá eftir því hvað men vilja hafa það sterkt. 


Indverskur lambaréttur 

6-700 g lambakjöt, beinlaust (t.d. framhryggur) 
3 msk. olía 
1 laukur, saxaður 
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 
1 msk.Prima indverskt krydd 
1 tsk. Prima kummin 
1 tsk. Prima engifer 
0.5 tsk. Prima kanill 
0.25 tsk. Prima chili-pipar, eða eftir smekk 
250 ml vatn 

Borið fram með Nan brauði sem tilvalið er að búa til úr Vilko pizzabotni. Þá er deigið búið til mótaðar litlar kökur og steiktar á þurri pönnu. Skerið kjötið í litla teninga. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og brúnið kjötið við góðan hita. Takið það svo upp með gataspaða og setjið á disk. Setjið laukinn á pönnuna og steikið hann í 4-5 mínútur en látið hann ekki brenna. Bætið hvítlauknum á pönnuna og steikið í 1 mínútu í viðbót. Hrærið öllu kryddinu saman við. Setjið svo kjötið aftur á pönnuna, hellið vatninu yfir, hitið að suðu og látið malla í 15-20 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt og sósan þykk. Hitið á meðan brauðið í ofni (gott að pensla það með svolítilli olíu og strá e.t.v. örlitlu kryddi á það) og berið það síðan fram með kjötinu, e.t.v. ásamt fersku, niðurskornu grænmeti og hreinni jógúrt. 


Nautagúllas 

1 k nautagúlas 
Matarolía til steikingar 
1 tsk salt 
½ tsk prima svartur pipar 
½ tsk Prima sítrónupipar 
1 laukur 
1 paprika rauð 
4 gulrætur 
1 lítil dós tómatpúrra 
250 g sveppir 
½ l matreiðslurjómi 

Steikið papriku, sveppi og lauk á pönnu, geymið og steikið því næst kjötið. Allt sett í pott og látið malla við vægan hita í 1 klst. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og snittubrauði. 


Ungversk Gúllassúpa 

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga 
400 gr bökunarkartöflur 
200 gr gulrætur 
100 gr laukur 
200 gr rauð paprika 
4 hvítlauksgeirar 
1 tsk Prima kúmen 
2 tsk Prima paprikuduft 
800 gr niðursoðnir tómatar 
Olía til steikingar 
400 ml vatn 
Salt og Prima pipar 
1 búnt söxuð steinselja 
Kjötkraftur 

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu. Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þartil kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram. Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði. 


Kjúklingasúpa að hætti Prima 

Súpa fyrir 4-5. 

2 msk olía 
2 - 2,5 l vatn 
1 laukur, smátt saxaður 
2 hvítlauksrif, smátt söxuð 
2 msk Prima engifer 
1 grænt epli, skorið í litla bita 
6 - 7 stilkar mini-maís, skorið grófa bita 
3 - 4 gulrætur, smátt skornar 
2 - 3 kjúklingabringur 
3 - 4 tsk Prima karrí 
4 msk rjómaostur 
1 tsk Prima kjúklingakrydd 
2 kjúklingateningar 
1 dós kókosmjólk 
3 tsk tómatpúrra 
Salt og pipar, magn eftir smekk 

Hitið olíu í potti við vægan hita, steikið laukinn og hvítlaukinn í smá stund. Bætið næst gulrótum, eplabitum og engifer saman við. Kryddið til með salti, pipar og karrí. Hellið vatni saman við og bætið tómatpúrru og kjúklingateningum út í, suðan látin koma upp og súpan látin malla í 10 mínútur. Hitið olíu á pönnu við vægan hita og skerið kjúklingabringurnar í litla bita, steikið kjúklinginn í örfáar mínútur og kryddið til með kjúklingakryddi og ef til vill smá karrí. Bætið kjúklingabitum, kókosmjólk og rjómaosti saman út í súpuna og leyfið henni að ná suðu, leyfið henni að malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn í það minnsta 30 mínútur. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma og ferskum kryddjurtum við mælum með coriander. 


Prima kjúlli eftirlæti barnanna 

Þessi er sá allra einfaldasti 

Bræðið smjör og blandið saman við það prima kjúklingakryddi. Smyrið á kjúllann hvort sem hann er heill eða í bitum og eldið. Krakkarnir hreinlega elska þennan með frönskum, kokteil og gulum baunum ? Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið. 


Fiskur að hætti Prima 
Ýsa um 250 g á mann 
Egg 
Mjólk 
Hveiti 
Prima sítrónupipar 
Salt 

Veltið ýsu upp úr mjólkurblandaðri eggjahræru og síðan kryddaðri hveitiblöndu. 
Steikið á pönnu upp úr vel af íslensku smjöri. Berið fram með kartöflum, rúgbrauði og niðurskornu grænmeti. 


Núðlu-kjúklingasúpa

1 laukur
1/2 púrrulaukur
1 rauð paprika
2 kjúklingabringur
1 rautt chilli
1/2 hvítlaukur ( 3 – 4 rif )
Vænn biti af ferskum engifer
1 dós kókosmjólk
4 – 500 ml vatn 
1/2 – 1 tsk Prima cayenne pipar
1/2 – 1 tsk Prima chilliduft
1 teningur af kjúklingakrafti
1 tengingur af grænmetiskrafti
Ferskur kóríander. (ég sleppti honum)

Laukurinn saxaður fremur smátt og settur í pott ásamt örlítilli ólívuolíu. Leyft að malla aðeins á lágum til meðalhita þar til hann glærast. Kjúklingabringurnar skornar í bita og settar í pottinn (ég notaði heilan kjúkling sem var tilbúin-steiktur inní ofni) Chilli, hvítlaukur og engifer saxað smátt og bætt útí. Eftir svona 2 – 3 mínútur er restinni af grænmetinu bætt saman við. Loks koma kryddin, vatnið, krafturinn og kókosmjólkin. Það er misjafnt hversu sterkan fólk vill hafa matinn, þannig að það er ágætt að byrja á því að setja ekkert alltof mikið af kryddunum, heldur smakka til og bæta frekar meira útí undir lokin (ég vil reyndar hafa allan minn mat mjög sterkan) Þá er limesafanum bætt útí og vænni slettu af sojasósu.Set kjúklinginn útí. Núðlurnar soðnar og settar í skál ásamt súpunni. Það megar vera hvernig núðlur sem er.


Flottur mánudagsfiskur

1 kg Ýsa eða skötuselur.
1 laukur
1 rauð paprika söxuð
1 græn paprika söxuð
1 dós rækjuostuð
11/2 dl rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk sítrónupipar frá Prima
1 tsk karrý frá Prima
1 súputeningur
Fiskurinn skorin í sneiðar eða bita og léttsteiktur í olíu eða smjörlíki. Raðið sneiðunum í eldfast mót.

SÓSA
Bræðið 1 msk smjörlíki á pönnu,bætið grænmetinu á og léttsteikið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið síðan út á pönnuna.rækjuosti og rjóma. Látið ostinn bráðna við vægan hita og hrærið þessu vel saman. kryddið þetta síðan. Hellið sósunni yfir fiskinn. Hitið ofninn í 200°C,og bakið réttinn í ca 30 mín.

Gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og Nanbrauð sem við búum til úr pizzamixinu frá Vilko.


Prima og Vilko hönd í hönd 

Kótilettur eins og amma gerði þær 

500 g lambakótilettur 
Vilko raspur 
Prima hvítur pipar 
Prima svartur pipar 
Salt 
Egg 
mjólk
Laukur 
Íslenskt smjör 

Lemjið kótiletturnar vel, þarna er got að fá smá útrás ? Setið í eina skál hrært egg sem er búið að þynna með mjólk. Í aðra skál vel af raspi og kryddið eftir smekk. Setjið kótiletturnar í eggjablönduna og síðan í raspblönduna og raðið í ofnpott. Skerið lauksneið ofan á hverja lettu og smá smjörklípu. Eldið við 180 g í klukkustund. 


Fiskur að hætti Prima 

Soðin hrísgrjón sett í eldfast mót og ýsu eða þorski eftir smekk hvers og eins raðað þar ofan á. Fiskurinn kryddaður með sítrónupipar. Þar næst kemur sósan okkar en hún er svona. 1 dós sýrður rjómi brædd í potti og krydduð með turmerik, karry og örlitlum sítrónupipar. Sósan þynnt með mjólk og smökkuð til. Hellt yfir fiskinn og grjónin. Þar næst röðum við soðnum kartöflum sem hafa verið skornar í skífur og kryddum þær með papriku. Setjum vel af osti yfir allt saman og bökum í 20 mín. Skellum á borðið með rúgbrauði og smjöri og veislan er klár. Höfum enn ekki hitt það barn sem elskar ekki fisk í þessum fötum.