Tóti

Skrifað af: Vilko Skrifað þann: 6 Nov 2018

Starfsmaður dagsins hjá Vilko í dag er Þórarinn Almar Gestsson eða Tóti eins og hann er ávallt kallaður. Afhverju ?  Jú, þessi mikli meistari fagnar 40 ára afmæli sínu og við gerum það vissulega með honum! Tóti er sá starfsmaður Vilko sem er með hvað hæstan starfsaldur, en Tóti hóf störf hjá Vilko 1997.

Tóti er mikill hlaupagikkur og hleypur á nær hverjum degi amk 3 km sama hvernig viðrar og fer síðan beint í sund og pottinn í Sundlauginni á Blönduósi. Tóti er mikill áhugamaður um fótbolta og heldur með Chelsea í ensku, og hlutar á FM957 alla daga. Hann kann því alla frasana.Tóti vinnur við átöppun á Prima kryddum og handleikur því um 400.000 kryddglös á hverju ári. Tóti er allt í öllu, vinnusamur mjög og mikill akkúratmaður sem hefur ALDREI mætt of seint til vinnu eða sofið yfir sig... ALDREI

Kæri Tóti, við óskum þér innilega til hamingju með daginn og vonum að dagurinn verði þér góður og gæfuríkur, þú ert hið mesta gæðablóð og átt skilið allt hið besta í lífinu.