Starfsfólk okkar

Skrifað af: Vilko Skrifað þann: 29 Aug 2018

Brynjar Þór Guðmundsson er fyrsti starfsmaður Vilko sem við kynnum til leiks.

Brynjar Þór Guðmundsson er bakari að mennt og hóf störf hjá Vilko árið 2006. Brynjar sér um alla blöndun á Vilko vörum og já hausinn á honum er fullur af uppskriftum sem eru geymdar á tveimur stöðum þ.e.a.s. í bankahólfi og já í kollinum á Brynjari,  bæði skot og eldheldar geymslur.  Talandi um skot þá er Brynjar mikill áhugamaður um sport tengt byssum og á hann ófá verðlaunagripina sem hann hefur fengið í leirdúfu skotkeppnum. Fyrir utan að skjóta á dauða hluti eins og leirdúfur þá er hann einnig duglegur við rjúpanveiði og gæs.