Engiferkökur

Skrifað af: Vilko Skrifað þann: 5 Dec 2017

Engiferkökur ekki bara um jólin líka frábærar um páskana nú eða í sumarbústaðinn eða útileguna
800 gr. hveiti
400 gr smjörlíki 
2 bollar sykur 
1/2 kanna sýróp (t.d. eins og maður drekkur kaffi úr í HÍ, ca 300 gr) 
2 kúfaðar tsk matarsódi 
2 kúfaðar tsk kanill 
2 kúfaðar tsk negull 
2 kúfaðar tsk malað engifer 
2 egg 

Hnoðað í hrærivél eða höndum. Rúllað upp og sett í kæli í svo sem tvo klukkutíma eða í frysti í 30 mínútur. Skerið niður í sneiðar og bakið við 180 gráður í 8 – 10 mínútur.