Í samráði við Heilbrigðiseftirlit NV og Matvælastofnun, höfum við ákveðið að innkalla vöru framleidda af Prima, vegna mögulegra plastagna í vöru.  

Atvinna - verkstjóri

  • Skrifað : 02 07, 2019

Vilko ehf. óskar eftir starfsmanni í framtíðarstarf. Um er að ræða stöðu verkstjóra þurrefnavinnslu.

Samstarf við Ölgerðina

  • Skrifað : 11 29, 2018

Nú á dögunum undirrituðu Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko og Gunnar B. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Þetta er vissulega mjög jákvætt skref fyrir Vilko þar sem þessi verkefni skapa m.a. ný framtíðarstörf hjá Vilko og nýta þann vélakost sem er Vilko hefur verið að fjárfesta í undarnfarin ár. Um er að ræða framleiðslu á olíu, kryddum, poppi ofl. Forsvarsmenn beggja fyrirtækja eru samtaka um að auka þetta samstarf enn frekar á komandi mánuðum og árum sem er kærkomið fyrir atvinnulíf okkar hér á Norðulandi vestra. Áætlað er að hefja framleiðslu fyrir áramót og koma nýjar vélar til okkar í næstu viku. Þetta verkefni skapar ekki bara störf í Vilko heldur mun þetta fara hátt í að tvöfalda vörumagn sem við sendum frá okkur með flutningsfyrirtækjum auk þess sem vélar og tæki þarf að þjónusta og viðhalda. 

Tóti

  • Skrifað : 11 06, 2018

Starfsmaður dagsins hjá Vilko í dag er Þórarinn Almar Gestsson eða Tóti eins og hann er ávallt kallaður. Afhverju ?  Jú, þessi mikli meistari fagnar 40 ára afmæli sínu og við gerum það vissulega með honum! Tóti er sá starfsmaður Vilko sem er með hvað hæstan starfsaldur, en Tóti hóf störf hjá Vilko 1997.

Tóti er mikill hlaupagikkur og hleypur á nær hverjum degi amk 3 km sama hvernig viðrar og fer síðan beint í sund og pottinn í Sundlauginni á Blönduósi. Tóti er mikill áhugamaður um fótbolta og heldur með Chelsea í ensku, og hlutar á FM957 alla daga. Hann kann því alla frasana.Tóti vinnur við átöppun á Prima kryddum og handleikur því um 400.000 kryddglös á hverju ári. Tóti er allt í öllu, vinnusamur mjög og mikill akkúratmaður sem hefur ALDREI mætt of seint til vinnu eða sofið yfir sig... ALDREI

Kæri Tóti, við óskum þér innilega til hamingju með daginn og vonum að dagurinn verði þér góður og gæfuríkur, þú ert hið mesta gæðablóð og átt skilið allt hið besta í lífinu.

 

Starfsfólk okkar

  • Skrifað : 08 29, 2018

Brynjar Þór Guðmundsson er fyrsti starfsmaður Vilko sem við kynnum til leiks.

Atvinna

  • Skrifað : 08 15, 2018

Við leitum að góðu fólki til að vinna með okkur. 

Engiferkökur

  • Skrifað : 12 05, 2017

Engiferkökur ekki bara um jólin líka frábærar um páskana nú eða í sumarbústaðinn eða útileguna

Lífræn vottun

  • Skrifað : 11 30, 2017

Vilko hefur lífræna framleiðslu á kryddum

Nýtt húsnæði Vilko

  • Skrifað : 09 29, 2017

Nú höfum við flutt alla okkar starfssemi í nýtt húsnæði. Var það stækkun um 800 m2 frá fyrra húsnæði. Hér fylgja nokkrar myndir af nýja húsinu okkar.