Fyrirtækið Vilko stendur á gömlum merg. Það var stofnað í Kópavogi árið 1969 en árið 1986 keypti Kaupfélag Húnvetninga framleiðsluna og flutti starfsemina á Blönduós. Árið 2000 var fyrirtækið gert að hlutafélagi sem er í eigu Ámundarkinnar ehf, Ó. Johnson & Kaaber ehf., sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og nokkurra starfsmanna og einstaklinga.