Samstarf við Ölgerðina

Nú á dögunum undirrituðu Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko og Gunnar B. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Þetta er vissulega mjög jákvætt skref fyrir Vilko þar sem þessi verkefni skapa m.a. ný framtíðarstörf hjá Vilko og nýta þann vélakost sem er Vilko hefur verið að fjárfesta í undarnfarin ár. Um er að ræða framleiðslu á olíu, kryddum, poppi ofl.

Forsvarsmenn beggja fyrirtækja eru samtaka um að auka þetta samstarf enn frekar á komandi mánuðum og árum sem er kærkomið fyrir atvinnulíf okkar hér á Norðulandi vestra. Áætlað er að hefja framleiðslu fyrir áramót og koma nýjar vélar til okkar í næstu viku. Þetta verkefni skapar ekki bara störf í Vilko heldur mun þetta fara hátt í að tvöfalda vörumagn sem við sendum frá okkur með flutningsfyrirtækjum auk þess sem vélar og tæki þarf að þjónusta og viðhalda.

X