Vilko hefur lífræna framleiðslu á kryddum
Í haust fengum við vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Það var mjög stórt skref fyrir okkur og við erum mjög stolt af framtakinu. Vottun sem þessi er ekki bara vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur viðurkenning á að við séum með framleiðsluferlið okkar í lagi. Þegar svona vottun er framkvæmd er allt húsnæðið tekið út, allar skráningar í gæðakerfi, framleiðsluskýrslur, vottanir birgja, ferli sýnatöku ofl. Þannig erum við ekki bara að fá vottun heldur endurskoðun á öllum framleiðsluferlum okkar. Vottun er ekki bara að votta lífrænu vörurnar okkar heldur alla okkar framleiðslu, því ef aðrir hlutar vinnslu væru ekki í lagi fengist ekki lífræn vottun. Við viljum því þakka sérstaklega okkar starfsfólki þolinmæðina í þessu ferli og einnig þakka Uppbyggingasjóði SSNV fyrir framlag sitt til vöruþróunar sem leiddi til vottunar.