fbpx
0

Kynningarátak á Prima vörumerki

Í upphafi árs fórum við af stað með kynnigarátak á vörumerkinu Prima í samstarfi við Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Markmið með átakinu var að auka vitund neytenda á að Prima krydd væri íslensk framleiðsla og að auki framleiðsla á Blönduósi. Meðal verkefna var gerð myndbands um framleiðsluferlið og staðsetningu framleiðslu okkar á Blönduós. Einnig höfum við lagt áherslu á að nota markaðsefni Samtaka Iðnaðarins um íslenska framleiðslu í kynningarátaki okkar. Þetta verkefni skilaði árangri og við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð. Margir vissu ekki að Prima væri íslensk framleiðsla og enn færri vissu að þetta væri framleiðsla á Norðurlandi vestra. Kynningarátakið var unnið með auglýsingastofunni Svartigaldur. Við þökkum Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra fyrir að leggja þessu mikilvæga verkefni lið.

Related Posts

Leave a Reply

is_ISIcelandic